en allavega, ég þarf á klóstið núna.... aftur. nennir einhver að fara fyrir mig?
Ok ég skal sjálfur
*fer*
AH! þetta var gott!
Ég sakna íslenskunnar svo mikið! hafið þið fengið þessa tilfiningu? að þegar þið eruð búin að tala ensku í X langan tíma að þið farið að finna fyrir froðu uppí munninum? Ég fæ froðu og verki í munnin eftir of mikla ensku.
Ég man síðast þegar ég kom heim, ég var beðin um að vera með kaffikynningu, og ekkert smá góður í því b.t.w. seldi ca. 50-60 pakka a einum degi ;) hehehehe. Anyway anyway anyway, ég var að kynna kaffi og ég var spurður oftar en einusinni hvaðan ég væri á hnettinum, ég var farin að tala svo bjagaða íslensku að ég var eins og mjööög duglegur nýbúi. FÁRÁNLEGT! fólk hló í opið geðið á skömm minni yfir þvoglumælginni. Ég sagði jafnvel við einn mann "þetta kaffi sker frammúr".... ég missti andlitið! FUSS!
Það er alveg ótrúlegt hvað maður lærir mikið á því að fara útfyrir landsins steina, ég hef svo miklu meiri virðingu fyrir öðrum löndum. Það er magnað hvað önnur lönd (sem og ísland) hafa ríka menningu og sögu sem blæðir framm og aftur í sögu þeirra. Við tökum mörgu sem mjög sjálfsögðum hlutum, orð og orðatiltæki og þvílíkt án þess einsuinni að velta því fyrir okkur hvaðan þessi setning og þetta orð kemur. Við njótum ekki okkar ríkulega arfleiðar, mér er ekki furða að Afi minn fussi og sveii yfir slakandi íslenskukunnáttu dóttursonar síns!
HAHA! ég man hvað amma mín var yfir sig hrifin þegar ég sagði við hana "ég er að fara í geim" en ekki "ég er að fara í partý" það var ótrúlegt brosið á þeirri gömlu!
Mikið hrikalega þykir mér vænt um hana Ömmu mína, hún er svo falleg kona, hjarthlý og góð. Hún myndi aldrei nokkurntíman gera nokkri manneskju það að dæma hana fyrirfram, hún er skilningsrík og leynir á sér! Ég held að það sé ekki neitt sem maður getur ekki spurt hana um, hún er alvitur og það ætti að vera mynd af henni í orðabókinni við hliðiná orðinu viska.

Skilgreining: Ketty Ellen Snorrason (Amma Bitten)
Man eftir því að ég var að velta því fyrir mér hvað ég ætlaði mér að gera fyrst að ég kláraði ekki MH, ég ætlaði mér náttla út til Englands í leiklistarnám. En hún Amma mín! hún ætlaði mér sko aðra hluti! ;) hún ætlaði mér til Camebridge eða Oxford í enskar bókmenntir! Þessi kona vissi líka alveg að ég þyrfti að spila á mínum styrkleikum, og þessi enskusýki mín gæti sko spilað sterkt í þessu fagi!
Getið þið ímyndað ykkur?! Ég! Bókmenntafræðingur í enskum bókmenntum! :D HAH! Ég verð að segja að ég er soldið uppi með mér á þessum metnaði í Ömmu minni gagnvart honum litla mér :) bókmenntafötluðum einstaklingnum.
Ekki það, Afi minn er líka voða merkilegur einstaklingur :P algerlega höfuð fjölskyldunnar. Ég man eftir því að ég og Afi vorum einusinni að rífast. Við skulum hafa það í huga að Afi minn er fyrrum forseti lögmannafélag íslands. Hann er hardcore rökræðari og þá sérstaklega hvað varðar lög. Við vorum að rífast um fyrningu kynferðisafbrota. Ég var andstæður og hann meðfylgur. Við rifumst þanga til að hann varð rauður í andlitinu og ég farinn að skjálfa og Amma og Mamma (eða Didda) þurftu að draga Afa inní næsta herbergi til að róast og ég að hætta að tala.
Amma sagði svo seinna við Kristján minn í einhverju boði "tjah, hann Hafsteinn okkar, ég get sagt þér það að það hefur enginn staðið í hárinu á honum Sveini (Afa) eins og hann Hafsteinn" við erum að ræða að ef stolt væri mælanlegt á richterskala að þá hefði ég fellt 2 til 3 stórborgir :D. Það er fátt sem getur gert mig eins stoltan og hrós frá henni Ömmu minni. Hún er eins og englendingarnir segja "The Dogs Bollocks!" algert flippin' ÆÐI!
Mér finst svo mikil skömm í íslenskunni minni, ekki dagsdaglega sko, en þegar ég er að skrifa Ömmu og Afa e-mail þá verð ég svo stressaður, ég þori varla að skrifa neitt af því að ég er alltaf að reyna að skrifa sem réttast. Ég er svo hræddur við að skrifa þeim eitthvað og þau fara bara að kúgast af móðurtungunauðgun. Ég vil ekki að þau missi virðingu fyrir mér eða haldi að ég sé heimskur eða eitthvað.
Talandi um það! ég á tvö systkyni, ég elska þau mest í heiminum, þau eru aðal tengill minn við fjölskylduna. Eftir og á meðan gelgjuskeiðinu stóð þá fjarlægðist ég fjölskylduna eins og heitan eldinn. Ég hef ekki guðmund um af hverju ég gerði það, kanski var það skömm yfir samkynhneigðinni fyrst um sinn eða það að ég vildi ekki að neinn vissi hvernig mér leið eða hvað ég var að gera (djamma, lifa kynlífi, drama, læti) þannig að ég forðaðist. Síðastliðin 2-3 ár þá er ég búin að finna til mikils missis, ég er að fara á mis við svo margt. Ég á erfitt með að hafa eðlileg samskipti við Mömmu, Ömmu, Afa, frænkur og frændur. Ég get bara ekki spjallað við þau án þess að vera með SVOOOOOOOOOOOOONA stóran stresshnút í maganum. Þett er fjölskyldan mín, fólkið sem mun elska mig hvað sem á dynur en ég kemst bara ekki hjá þessari stresstilfiningu yfir hvað þeim hlýtur að finnast um mig. Anyway anyway anyway! Þetta allt á sér punkt.
Ég á tvö systkyni sem ég elska, þau eru magnaðasta fólk í heiminum, eilífur brunnur krafts, þekkingar, blíðu, ástar og knúsa. Þau eru líka bæði ÓTRÚLEGA greind og dugleg og hæfileikarík og sterk.
Don't get me wrong, ég veit að ég á líka margt til brunns að bera en það er alltaf þetta "yngstabarns syndróm". Mér finst ég svo oft vera að keppast við þau. Þau eru bæði með stúdentspróf, þau eru gagnkynhneigð og eiga börn, þau geta skipulagt, þau kunna stærðfræði! það er ekkert sem þau geta ekki gert og hafa ekki gert. Stundum líður mér eins og strumplings við hliðiná tveim risum.
Þannig að í sambandi við ömmu mína og afa þá get ég ekkert gert að því að bera mig saman við Diddu og Svein í augum þeirra, Þau eiga fjölskyldu og vinna sjálfstætt og hafa tekið nám í mikilvægum hlutum og fengið mjög góðar einkunnir og staðið sig vel. Sem og þau stunduðu bæði íþróttir og félagsstarf sem unglingar. Bróðir minn er fullkomin eiginmaður og systir mín fullkomin eiginkona and then some! Ég er soldið svarti sauðurinn, leiklistarnörd, hommi, dramtískur og eyddi bestu árum ævi minnar í þunglyndi svo ég ræði nú ekki að hafa algerlega fjarlægst fjölskylduna mína.
Ég hef fundið þetta mynstur í mörgum aðstæðum í lífi mínu :P
Þetta með að missa af fyrstu aðstæðunum, fyrsta tækifærinu til að kynnast fólki og svo þarf að reyna að komast inní það seinna meir.
Það er þetta með familíunna, að kynnast ekki fólki á þeim tíma sem maður er að komast að því hver maður er (gelgjuskeiðið) en ekki að finna tækifæri til fyrr en núna.
Og svo líka skólafélagar mínir núna í Bruford, fyrsta árið mitt þá bjó ég leeeeeeeeengst útí buska þannig að ég missti af öllu fólkinu að kynnast fyrsta árið, sterku vinasamböndin að myndast. Allir (flestir) bjuggu saman í skólaíbúðunum og þannig að þau kynntust og urðu náin, kynntust veikleikum og styrkleikum og solls. Núna er ég að reyna að kynnast fólki, en það hefur enga þörf lengur til að kynnast fólki,ekki það að það VILJI ekki kynnast manni en málið er að þau eiga vini, fullt af þeim og ÞURFA þessvegna ekki að eignast nýja vini. Það er getur verið soldið erfitt að brjótast í gegn. EN ÉG SKAL! Bæði fjölskylda og skólafélagar.
Jæja... ætli maður sé ekki búin að væla nógu mikið ;) hehehe
Ef einhvert af ykkur þekkir þessar tilfiningar, þá væri ég mjög sáttur við að heyra um það :)
~Spookyo_O familiar